Skilmálar

Þegar þú leggur inn pöntun hjá ziva.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

 

Afgreiðsla og afhending pantana

Afgreiðslutími pantana er að jafnaði 1-4 virkir dagar. Allar pantanir eru sendar upp að dyrum eða á næsta pósthús. Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun. Einnig er hægt að sækja vörur í verslun okkar að Hafnargötu 32, 230 Reykjanesbæ.

Frí heimsending er á öllu Reykjanesinu af pöntunum ef verslað er fyrir 5.000 kr. og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru. Sé greitt fyrir heimsendingu með pósti tekur Ziva ekki ábyrgð á því ef Íslandspóstur sendir ekki upp að dyrum.
Sé verslað utan Reykjaness er sendinargjald samkvæmt gjaldskrá Íslandspósti.

Um pantanir sem eru sendar með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ziva ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Zivu til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Greiðslumöguleikar.

Verslunin Ziva býður upp á val um að greiða með millifærslu, debetkorti eða kreditkorti. Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd, Ziva tekur því hvorki við né geymir kortaupplýsingar.

Óski kaupandi eftir því að greiða með millifærslu skal leggja inn á reikning Ziva ehf innan 24 klst. frá kaupum og senda kvittun úr heimabanka á zivaehf@gmail.com. Berist greiðsla ekki innan þess tíma er pöntunin ógild.

Reikningsnúmer er; 0542-26-670819 
kt. 670819-1400

 

Verð

Ziva ehf áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Ef varan er ekki til á lager látum við þig vita um væntanlegan komutíma eða endurgreiðum sé þess óskað.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum er hægt að skila innan 14 daga eða fá henni skipt í aðra vöru eða fá hana endurgreidda með sama máta og greitt var fyrir hana. Athugið að ef greitt var fyrir vöruna með kreditkorti þá er eingöngu endurgreitt á sama kort. Ef vara hefur verið gefin að gjöf þá er eingöngu boðið upp á vöruskipti eða inneignarnótu, ekki endurgreiðslu. Skilyrði er að koma með kvittun við vöruskil eða skipti.

Framvísa þarf kvittun við vöruskil eða vöruskipti. Vöru fæst eingöngu skilað eða skipt sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum og ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar samkvæmt kvittun.

Útsöluvöru fæst hvorki skipt né skilað.

Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur og kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist til okkar.

Gölluð vara

Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé þess óskað. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á zivaehf@gmail.com með upplýsingum um galla vörunnar. 

 

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila, nema svo beri skylda til gagnvart lögum.

 

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

  

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu? Sendu okkur póst á zivaehf@gmail.com